Slóðanet er af því góða

Ef forsvarsmaður Fuglaverndar skilur ekki að það sem mótorhjólamenn eru að gera með þessari tillögu. Þá ætti hann að láta vera að tjá sig um málið. Hann hefur greinilega ekkert vit á mótorhjólamenningu íslendinga og geri sér ekki grein fyrir stærð þess.
Að láta sér detta í hug að það sé bara hægt að segja það má aðeins aka á götum og lokuðum svæðum er heimskulegt.
Það sem fólk verður að gera sér grein fyrir að mótorhjólamenning skiptist upp í marga flokka t.d. götuhjól, hippa, ferðahjól, motocrosshjól og líka endurohjól. Motocrosshjól og endurohjól er ekki alveg sami hluturinn. Það eru endurohjól sem eru notuð í slóðaakstur, ef það er einhver að aka motocrosshjóli á slóða þá er að undantekningarlaust bannað og það vita allir mótohjólamenn.
Jú utanvegar akstur á mótorhjólum er vandamál, en það er að hluta til vegna þess að það eru ekki til nægilega skýrar reglur um þetta. Og það er einmitt það sem mótorhjólamenn eru að reyna fá fram með slóðaneti, þá er hægt að segja svart á hvítu hvar má keyra og hvar ekki.
Þetta er vaxandi sport og það er ekkert sem hægt er að gera til að banna það algerlega, það munu alltaf einhverir handa áfram að aka eftir slóðum. Þá tel ég að réttar sé að finna lausn með reglum sem styðja sportið en halda því jafnframt innan skynsemis ramma.


mbl.is Taka illa í tillögur um slóðanet fyrir torfæruhjól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Auðvitað ætti hjólafólk og mótorsport yfirleitt, að hafa sín svæði rétt eins og annað útivistarfólk. Það er nefnilega líka útivist og tómstundagaman að djöflast á hjólum og jeppum, rétt eins og að ríða út, og stunda fjallgöngur.

Ég bendi á blogg mitt frá því fyrr í vetur: http://tourguide.blog.is/blog/tourguide/

Börkur Hrólfsson, 17.4.2008 kl. 08:30

2 identicon

Ég er alveg hjartanlega sammála þessu, það er bara orðið frekar alvarlegt hvað íslenska Ríkið vill lítið fyrir þessi sport gera. Alltaf verðum við hjólamennirnir að finna finna svæði sem við getum verið á í leyfi, þar að segja að spyrja landeigendur sjálfir og svo framvegis. Og þá þarf yfirleitt að vera þar á meðan að það er lítil umferð því að annars hringir einhver vegfarandi beint á lögguna. Ég bara vona að Ríkið fari að gera eitthvað í þessu frekar en að loka bara á vandamálið.

Marri (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Ingvar Einarsson

Höfundur

Björn Ingvar Einarsson
Björn Ingvar Einarsson
37 ára Vélhjólavirki.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband